Iceland – Betra Peningakerfi

 

Betra Peningakerfi logo

http://betrapeningakerfi.is
Founded: October 2011

About

Betra peningakerfi er yfirskrift átaks sem miðar að því að breyta tilhögun við útgáfu íslensku krónunnar og koma þannig á betra peningakerfi á Íslandi.

Átakið felst í því að upplýsa um vanda núverandi peningakerfis og útskýra hverju þarf að breyta til að gera peningakerfið betra.

Vandamálin sem fylgja núverandi peningakerfi (brotaforðakerfi) eru í meginatriðum þessi: dýpri hagsveiflur, aukin skuldsetning, hærri vaxtabyrði, verðbólga og hætta á bankaáhlaupum.

Vald innlánsstofnana í núverandi kerfi til að búa til peninga er lykilatriði hvað ofangreind vandamál varðar. Lausnin felst í að færa þá heimild til ríkisvaldsins og breyta tilhögun útgáfu peninga, þar sem óháð nefnd fer með ákvörðunarvald um útgáfu nýrra peninga.

Contact

Email at postur@betrapeningakerfi.is

Visit on Facebook

Follow on Twitter

>